ESE

Licence to kill

Það hefur verið athyglisvert að hlýða á þjóðarsálina undanfarna daga. Hún virðist því miður ekki vera í neinum takti við þá sem ráða ríkjum og eru kjörnir til að hafa vit fyrir okkur.

Almannarómur segir að nóg sé komið vegna þess að fjölskyldur og fyrirtæki séu að fara á hausinn. Ekki má afnema verðtengingu, mesta böl fjölskyldna í landinu, vegna þess að þá tapi lífeyrissjóðirnir, sem í mismiklum mæli hafa gætt hagsmuna umbjóðenda sinna, svo miklu. Upp er kominn vítahringur. Bönkunum var gefið skotleyfi á almenning með stuðningi stjórnvalda. Lífeyrissjóðir bakka það upp og nú virðist stefnan vera sú að skotleyfið hafi breyst í ,,licence to kill". Er von nema að einhverjir telji sig knúna til að skjóta á móti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband