ESE

Vammlaus fréttamaður að hurðarbaki?

Það er með ólíkindum að hlusta á hægriöfgamanninn Hall Hallsson, fyrrverandi fréttamann, senda blaða- og fréttamönnum tóninn á ÍNN í kvöld. Ekki síst í ljósi þess að með honum sat fyrrverandi fréttastjóri Sjónvarpsins og Stöðvar 2 sem var meðsekur honum í einhverju mesta siðferðisbresti sem íslenskir blaða- og fréttamenn hafa orðið uppvísir að.

Hallur sat á sínum tíma með Ingva Hrafni í þætti á RÚV þar sem Albert Guðmundsson, sem var að kljúfa sig út úr Sjálfstæðisflokknum, og Þorsteini Pálssyni, þáverandi formanni. Það eina, sem téður Hallur hafði til málanna að leggja, var að spyrja hvort ekki væri hægt að sætta málin í sínum flokki þannig að allir yrðu vinur á ný. Þetta var nú hin gagnrýna fréttamennska sem HH stundaði á sínum tíma en síðan varð hann aðallega frægur fyrir að fyrir að vita ekki hvað færi fram á bak við ,,hinar luktu dyr". Engin furða. Þeir, sem eru með flokksstimpil á sér, fá ekkert að vita frá öðrum en sínum eigin mönnum. Ekki var fréttastjórinn betri. Hann er reyndar kurteis við viðmælendur sína á Hrafnaþingi en tekur svo hamskiptum á umræðuvettvangi með undirmálsmönnunum sem hann kýs að kalla ,,Heimastjórnina".

Af hægri öfgamönnum, sem titlaðir eru sem sagnfræðingar á ÍNN, þá þykir mér Jón Kristinn Snæhólm bara fara vaxandi í starfi. Um HH er allt annað að segja. Hann situr í þættinum á ÍNN við hliðina á fulltrúa flokks, sem stýrði hruninu og segir nánast ekki neitt. Ég segi; á bak við þessar dyr býr illt innræti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband