Eiríkur Stefán Eiríksson
Höfundur hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 1978. Hann starfrækir nú ESE-Útgáfu & fréttaþjónustu sf. Á vegum útgáfunnar hafa komið út Stangaveiðihandbókin III (2004) og Hundahandbókin (2004)og Stangaveiðihandbókin IV (2006). Aðrar bækur eftir ESE eru Helnauð (1993), Áin mín (1998) og Á Íslandmiðum - árið um kring (2001), Stangaveiðihandbókin I (2002) og Stangaveiðihandbókin II (2003). Eiríkur átti sæti í stjórn Blaðamannafélags Íslands um 8 ára skeið en gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á aðalfundi 2006. Önnur trúnaðarstörf fyrir BÍ er núverandi stjórnarseta í Styrktarsjóði. Af þátttöku í öðrum félagsmálum má nefna að Eiríkur hefur setið í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur frá því í nóvember 2003 og hann sat um skeið í stjórn knattspyrnudeildar Þróttar, þar af eitt ár sem formaður.