ESE

Til góðra vina þurfa að liggja gagnvegir

Það er vonum seinna að borgarstjórnarmeirihlutinn átti sig á því að allt tal um 6-10 þúsund manna íbúabyggð í Örfirisey er draumsýn þar til að hægt verður að tryggja greiðar og öruggar samgöngur frá þessu útnesi.

Þeir, sem búa og starfa í nágrenni Mýrargötu, hafa örugglega ekkert áttað sig á draumórum fyrr en e.t.v. nú eftir að formaður skipulagsnefndar hefur stigið fram fyrir skjöldu og lýst því yfir að vænlegasti kosturinn sé e.t.v. sá að gera jarðgöng frá Örfirisey undir höfnina og að Skúlagötu. Ætli Gísli Marteinn hafi áttað sig á stöðunni eftir að hafa reynt að komast yfir Mýrargötuna á álagstíma - með lífið í lúkunum og svitaperlur á enni?

Reyndar þarf ekki álagstíma til því Mýrargatan er örugglega ein hættulegasta umferðargata borgarinnar. Það er ekki nóg að þar sé þung umferð bíla af öllum stærðum og gerðum, heldur eru gangandi vegfarendur þvingaðir í hættulegt návígi við umferðina þegar snjóar. Gangstéttarnar við Mýrargötuna eru greinilega ekki á neinu skipulagi. Þaðan er snjó sárasjaldan rutt en bílarnir sjá um að skvetta slabbinu upp á gangstéttarnar og langt upp á húsveggi. Ég trúi því ekki að gamalt fólk búi við Mýrargötu, hvað þá fólk sem á erfitt með gang. Hvernig starfsfólk Íslandspósts á Mýrargötu 2 hefur farið að því að komast um með póstkerrurnar í færðinni í vetur er mér hulin ráðgáta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband