ESE

Gíslar krónunnar

Það var athyglisvert viðtal við fjármálaráðgjafa á Rás 2 í gær. Ekki var annað á honum að skilja að fjölskyldur í landinu og þess vegna fyrirtækin líka, væru gíslar krónunnar.

Í viðtalinu var m.a. rætt um okurvexti á lánum, há þjónustugjöld, ofurgróða bankanna og mikinn vaxtamun. Fjármálaráðgjafinn benti á að ef heimilin í landinu ættu þess kost að taka lán erlendis til þess að greiða niður skuldir sínar þá væri hægt að spara tugi milljóna króna í vaxtabyrði af algengustu húsnæðislánum. Og það jafnvel þótt greiddir væru 7,5% vextir erlendis af óverðtryggðum lánum.

Niðurstaða ráðgjafans var sú að ef þetta gengi eftir þá myndi krónan einfaldlega gufa upp og það væri helst að hægt væri að varðveita einhverja ímynd hennar innan veggja Seðlabankans. Oki yrði lyft af fólkinu í landinu sem verið hefði í gíslingu hjá krónunni.

Seint verður sagt að ég hafi mikið fjármálavit en þetta er eins og í ævintýrunum. Nú bíð ég bara eftir því að erlendir bankaprinsar og -prinsessur komi á sínum hvítu fánum og geri atlögu að krónunni ljótu þar sem hún situr í kastala sínum á Kalkofnsvegi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband