14.3.2008 | 02:21
Omega = ÍNN?
Hef stundum gert mér til gamans að fylgjast með umræðun á hinni kistilegu sjónvarpsstöð Omega. Hef stundum haft ánægju af en nokkrum sinnum fengið óbragð í munninn þegar stöðin hefur verið notuð/misnotuð til þess að styðja óhæfuverk Ísraelsmanna fyrir botni Miðjarðarhafs gagnvart Palestínumönnum. Þá hefur verið tilkallaður einhver jólasveinn sem hefur rætt við við krossfara stöðvarinnar um það hve brýn þörf sé á því að drepa helst allra sem alla sem setja sig upp á móti gamla testamenti sömu manna.
Þetta er reyndar útúrdúr. Saknaði þess i kvöld að hafa ekki nýju sjónvarpsstöðina ÍNN við hliðina á Omega hér á skjánum í sumarbústaðnum í kvöld. Lagði það á mig að kalla allt draslið fram á nýtt og viti menn. ÍNN birtist. Mér liggur við að segja því miður. Við blasti fyrrum aðstoðarmaður fyrrum fallins borgarstjóra í viðtali við einn að þeim sem berjast um borgarstjórastól sjálstæðismanna i Reykjavíkurborg. Gagnrýnislaust viðtal að hætti Omega. Ég spurði mig þeirrar spurningar hvar Ingvi Hrafn væri. Það þarf svo sem enginn að fara í grafgötur um stjórnmálaskoðanir þess ágæta fréttahauks en hann gat þó á sínum tíma stýrt tveimur fréttastofum með bravör. Hvar er Ingvi Hrafn spurði ég? Jú, svarið kom í næsta innslagi. Ingvi Hrafn er aldrei á staðnum. Hann er í Flórída og í minni tenglum við íslenskt þjóðfélag en þegar hann er uppi við Langá á veturna. Hann hefur safnað um sig liði jábræðra sem aldrei segja honum satt í fjarveru sinni og fyrir vikið gæti farið fyrir ÍNN eins og Omega. Því miður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.