ESE

Það er bara einn kóngur í íslenskri tónlist og hann heitir Ásbjörn og er Kristinsson

Það er sama hvað sagt er um Bubba. Hann er og verður kóngurinn í íslenskri tónlistarsögu. Það kemst enginn með tærnar þar sem hann var með hælana í gær. Fyrir vikið ættu hælbítar að vakna fyrr á morgnana, telji þeir sig vera þess umkomna að glefsa.

Ég er einn af þeim, sem fylgst hefur með Bubba allt frá því að Ísbjarnarblús kom út. Þar áður þekkti ég hann sem helsta hrekkjusvínið í Vogaskóla. Ég, sem jafnaldri Bubba, er e.t.v. ekki besti maðurinn til þess að lýsa áhrifum hans á íslenska tónlistarsögu en sem betur fer þá þekki ég marga sem eru yngri en ég og undantekningarlaust þá dýrkar það fólk Bubba. Plöturnar eru misjafnar og ég er ekkert sérstaklega hrifinn af þeirri nýjustu. Sól að morgni finnst mér vera besta plata þessa meistara og Þúsund kossa nótt er að mínu viti hans allra besta lag. Sennilega vegna þess að ég sé möguleikann á að Bubbi og hetjutenór eins og Garðar Thor Cortez komi saman og syngi lagið - með tilvísun í Pavarotti og U2 í Miss Sarajevo. Gerist það þá verður ekki aftur snúið.

Til hamingju Bubbi. Ég veit að mótlætið eflir þig og sömuleiðis að þú kannt nú orðið að taka meðbyr. Látum gott af okkur leiða.


mbl.is Bubbi hefur gert betur en á Konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uff, ekki samála!!!

Hann var góður!

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband