11.10.2008 | 21:55
Það þarf að efla löggæslu og það sem fyrst
Lengi hefur verið rætt um að efla þurfi löggæslu í landinu. Hafi einhvern tímann verið þörf þá er hún aldrei meiri en nú á þeim upplausnar- og umbrotatímum sem við lifum á.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að stjórnvöld hafa verið að veikja löggæslu í landinu á undanförnum mánuðum og misserum. Klaufaskapurinn í þeim málum er síst minni en sá sem við höfum séð í samskiptum stjórnvalda við Breta og fleiri nú á síðustu dögum. Það má líkja þessu við landsleik. Staðan er 2:14 en það sem vekur athygli að sjálfsmörkin eru 10 eða fleiri. Það hlýtur að vera met.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.