ESE

Rétt ákvörðun en röng tímasetning

Ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Einars K. Guðfinssonar, um að gefa út hvalveiðikvóta tveimur dögum áður en hann lét af störfum, er rétt en um tímasetninguna má hins vegar deila.

Sumir lesa þannig í spilin að Einar K. hafi verið að henda ofurheitri kartöflu í hendur nýrrar ríkisstjórnar. Vel má vera að það sé rétt. Ekki þarf að draga vilja fyrrverandi ráðherra á að stundaðar séu hvalveiðar en spyrja má hvort hann hafi fyrst fengið kjarkinn til að taka þessa ágætu ákvörðun þegar hann var að rýma til á skrifstofu sinni. Bent hefur verið á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi dregið lappirnar í mörgum málum frá bankahruninu og fram til þess tíma sem ríkisstjórnin féll. Vafalaust hefur sú ákvörðunarfælni smitað sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi sem trúlega reyndi að ganga í takti með flokknum. Hann hefði hins vegar verið maður að meiri ef hann hefði gefið út tilskipun sína löngu fyrr. Það var ekki eftir neinu að bíða.

Á sama hátt er það ámælisvert fyrir nýjan sjávarútvegsráðherra og nýja ríkisstjórn ef hann og hún ætla að verja tíma sínum í að koma í veg fyrir stefnumál sem 80% þjóðarinnar styðja.


mbl.is Hárrétt ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég tek heilshugar undir þessi orð þín.  Efnislega er ekkert að ákvörðuninni, en hvernig er staðið að henni, liggur við í skjóli nætur eftir að búið er að tilkynna um stjórnarslit, er gjörsamlega út í hött.  Þetta er raunar ekkert annað en gerræðisleg ákvörðun.

Við skulum hafa í huga að þetta er sami maðurinn og taldi ekki tímabært að gefa út þessa kóta, þegar leitað var eftir því í haust.  En að gera þetta sem ráðherra í starfsstjórn sýnir siðblindu.

Marinó G. Njálsson, 6.2.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband