ESE

Hnípin ,,bændaþjóð" í vanda

Gaman væri ef Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skýrði út þá hættu sem stafar af því að hundar fari í kvikmyndahús. Reyndar finnst mér að hundar eigi lítið erindi á slíka samkomustaði en öðru máli gegnir um margt annað.

Ef ég man rétt þá mega hundar ekki vera á Laugaveginum eða í Austurstræti og á fjölmörgum öðrum stöðum í borginni. Hvers vegna? Við því er engin einhlýt skýring. Af því bara virðist duga. Hundar eru í fæstum tilvikum vandamál. Hundaeigendur geta hins vegar verið stórkostlegt vandamál. Á meðan ,,borgarmenningin" felst í því að stinga höfðinu í sandinn þá mun lítt þoka í rétta átt. Sannleikurinn er sá að í þessu landi býr of mikið af veruleikafirrtu fólki sem hefur misst flest tengsl við uppruna sinn. Fólk sem er haldið ofnæmi og alls konar óþoli vegna þess að það kann ekki lengur að umgangast dýr. Það hefur tekið of skamman tíma að komast úr moldarkofunum í dauðhreinsaðar íbúðir. Börn mega ekki lengur leika sér í drullupollum og guð forði þeim frá því að strjúka hundum eða köttum. Er nema von að illa sé komið fyrir gamalli bændaþjóð sem búið er að sótthreinsa og útvatna þannig að öll gömlu gildin eru sem óðast að hverfa.

Vel að merkja þá er ég ekki að mæla bót þeim sóðaskap sem fylgir hundahaldi í mörgum af helstu stórborgum Evrópu svo dæmi séu nefnd. Reykjavík er fráleitt stórborg en fyrst fannst mér þó steininn taka úr þegar um það var rætt í alvöru að banna hundahald á Tálknafirði og gott ef ekki Ísafirði líka. Ég batt nefnilega vonir við að fólk á þeim stöðum væri ekki orðið eins veruleikafirrt og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Sennilega er það rangt mat enda flestir í þessum byggðarlögum með hugann fyrir sunnan.


mbl.is Hundarnir máttu ekki koma í bíó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Heldur þú að fólk sem fer með hundana sína í bæinn sé að gera það fyrir hundana? Af því að hundarnir hafi svo gaman að því? Ó nei, þau eru að sýna hundana, eins og foreldrar eru að sýna börnin sín. Veit að þetta er kvalræði fyrir marga hunda. Hundar hafa bara einfaldlega ekkert að gera í fólksfjölda. Það er reyndar stórmunur á því hvort þetta er á venjulegum degi eða að hátíðum. Auðvitað er stómunur á hundategundum líka. Skil samt að það verði að setja skýrar reglur, annars er fólk svo fljótt að meta eftir sínu höfði.

Sannleikurinn er sá að í þessu landi býr of mikið af veruleikafirrtu fólki sem hefur misst flest tengsl við uppruna sinn.

Ég ólst upp í sveit, er vön hundum og með hund núna. Fólk í sveitum kemur ekki fram við hundana sína eins og börn, þeir koma fram við þá eins og hunda. Svona almennt, allavega.Mér finnst hundar yndislegar skepnur. Ég hef gengið með mína  upp í bæ hér en að mér dytti í hug að fara með hana á 17. júní í mannfjöldann, nei takk. Ég myndi aldrei bjóða hundinum upp á það.

Svo er annað mál. Þú getur aldrei treyst hundi. Það þarf ekki annað en að einhver misstígi sig og stígi óvart ofan á fót hunds. Hvað gerist þá? Og hvað er í sömu hæð og kjaftur hundsins? Jú, það eru litlu börnin í kerrunum, og þessi sem eru nýfarin að ganga út á götu. Þau eru með fullt að hreyfigetu en því miður lítið vit í kollinum ennþá, allavega til að taka á svona. Hvernig dettur fólki í hug að fara út á göngu úr  á götu um verslunarmannahelgi með hund sem er ekki æskilegt að börn klappi? Þetta hef ég séð.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 7.2.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Kotik

Hundar eru eins og margar aðrar skepnur sleikjandi á sér rassgatið í tíma og ótíma og ættu helst ekki að vera allt of frjálsir innan um fólk sem kærir sig ekki um að deila líkamsvessum með þessum skepnum.

Kotik, 7.2.2009 kl. 23:39

3 Smámynd: Eiríkur Stefán Eiríksson

Það er ýmislegt rétt í því sem Anna Guðný segir. Tvennt er skoðunar virði. Hundaeigendur eiga ekki að búa við Laugaveg eða Austurstræti eða á öðrum þeim stöðum sem af einhverjum, óútskýrðum ástæðum er bannað að vera með hunda. Sennilega má samt fara á hrossi um bæði þessi uppáhaldsbreiðstræti. Hitt er þetta með traustið. Þar held ég að ekki sé hægt að skilja á mili hunda og manna. Mér sýnist sem svo að margir hafi brugðist trausti upp á síðkastið. Hinum, sem hugsanlega eru hundaeigendur, treysti ég til þess að hafa taumhald á sjálfum sér og sínum hundi/hundum.

Hvað varðar innlegg Kotik(s) um skepnurnar þá er því til að svara að við erum öll skepnur á þessari jörð. Hygg að hundurinn minn sé þrifalegri en margir tvífætlingar sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Hann er samt ekki kattþrifinn. Við Kotik getum hins vegar gætt þess að þvo okkur reglulega um hendur og hina og þessa staði til þess að koma í veg fyrir að líkamsvessarnir, æskilegir eða óæskilegir, streymi yfir mannkynið.

Eiríkur Stefán Eiríksson, 8.2.2009 kl. 00:46

4 Smámynd: Anna Guðný

Þetta var kannski svolítið klaufalegt að nota orðið traust. Málið er að auðvitað eru hundar viðkvæmari en við í fótum. Við erum svo heppin flest að vera í skóm og því minni hætta á að við meiðumst mikið.  Ég hef einu sinni horft upp á eldri bróður minn misstíga sig  og stíga nokkuð fast á fótinn á heimilishundinum. Hundurinn fann auðvitað mikið til en var líka mikið brugðið. Hans ósjálfræðu viðbrögð vegna kvala og hræðslu var að fara upp á afturfæturna og var kominn með kjaftinn á hálsinn á bróður mínum áður en nokkur "fattaði" hvað hann var að gera. Það datt engum í hug að skamma hundinn en hann var svæfður. Pabbi minn þorði bara ekki að taka sjensinn. Hvað ef þetta yrði einhver yngri næst.

Hafðu það gott.

Anna Guðný , 8.2.2009 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband