24.4.2008 | 18:10
Lögreglan sett í slæma stöðu
Því miður hafa stjórnvöld í landinu sett lögregluna í ákaflega slæma stöðu hvað varðar þær deilur sem staðið hafa á milli flutningabílstjóra og yfirvalda vegna hækkunar olíuverðs og vinnutímamála. Svo virðist sem að upp úr hafi soðið með aðkomu utanaðkomandi manna að málinu. Skríllinn má ekki ráða ferðinni í þessum málum.
Lögreglulið landsins er mestan part skipað mjög hæfum mönnum. Í þeirri stétt eru þó, eins og víðast hvar annars staðar, menn sem ekki valda starfi sínu. Mótmæli flutningabílstjóra eru um margt skiljanleg. Stórkostlegar hækkanir á olíu- og bensínverði bitna hvað harkalegast á þeim og allur almenningur finnur það á pyngju sinni. Á meðan fitnar ríkissjóður eins og púkinn á fjósbitanum. Röksemdir eins og þær að álögur á eldsneytisverð fari allar til vegamála duga ekki. Ráðherrar fjármála- og samgöngumála eru allsberir í málflutningi sínum þótt þeir reyni að telja alþjóð trú um að þeir séu í sparifötunum.
Borgaraleg óhlýðni getur verið ágæt en hún fellur um sjálfa sig þegar ráðist er með offorsi og valdi gegn lögreglunni. Á meðan lögreglan gerir sitt besta til að halda uppi lögum og reglu þá spila leiðtogar ríkisstjórnarinnar tvímennt á fiðlu. Þeim virðist ekki leiðast að horfa á logann sem kveiktur hefur verið. Laglausu fólki er tæplega trúandi fyrir því að leiða þjóðarkórinn. Um flutningabílstjóra má segja að krafa þeirra um breytingar á vinnutímatilhögunni og leyfi til að aka meira á hverjum sólarhring en góðu hófi gegnir, á trúlega ekki mikinn hljómgrunn í þjóðfélaginu. Umferðin á vegum landsins er dauðans mál og á henni þarf að taka af alvöru. Hún má aldrei verða skiptimynt í deilum bílstjóra og púkans á fjósbitanum.
Ráðist á lögregluþjón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2008 | 23:23
Til skammar
Fór í bæinn (miðbæ Reykjavíkur) í gærkvöldi og var þar fram á nótt. Sennilega í fyrsta skipti í eitt ár og vonandi líður lengri tími þangað til að ég fer þangað aftur.
Eftir ágætlega heppnað einkasamsæti lá leiðin á Ölstofuna og eftir að hafa verið þar inni í 15 mínútur þá lá leiðin út aftur. Það kom mér á óvart hve skyni skroppnir veitingamennirnir eru. Eina tekjulind staðarins er að selja áfengi og sem mest af því. Tveir starfsmenn sáu um að þjóna 30 manns sem stóðu í kringum barinn og höfðu að sjálfsögðu ekki undan. Ég gafst upp á biðröðinni en þegar ég fór út tók ég eftir því að enginn dyravarðanna talaði íslensku. Á leiðinni heim með leigubíl sagði bílstjórinn mér í óspurðum fréttum að brasiíski knattspyrnumaðurinn í Þrótti, sem varð fyrir aðkasti dyravarða á dögunum, hefði einmitt verið á umræddum stað. Fjallað var um málið í DV en skilja mátti að íslenskir dyraverðir hafi verið haldnir fordómum. Svo var ekki, heldur voru þar skjólstæðingar Einars í Alþjóðahúsinu á ferð. Ég veit fleiri dæmi þess að útlendingar, sem hér starfa, hafi lagt menn í einelti vegna litarháttar. Það er ömurleg staða og viðkomandi til skammar.
Bloggar | Breytt 20.4.2008 kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 12:33
Feykigaman þrátt fyrir frost í lykkjum
Þá er fyrsta veiðiferð ársins að baki og árangurinn bærilegur þrátt fyrir að veðráttan hafi ekki verið hagfelld. Þrír tímar seinni part sl. fimmtudags dugðu til þess að 13 sjóbirtingar veiddust en þá tók frostið og vindbarningurinn völdin með þeim afleiðingum að flugulínurnar frusu í stangarlykkjunum og ísjakar og -krapi lögðust yfir veiðistaðina.
Þetta var feykilega skemmtileg ferð þrátt fyrir -4°C og 15 m/sek. Allir sjóbirtingarnir, sem voru frá um 30 sm (geldfiskur) upp í 76 sm (niðurgöngufiskur sem búinn var að hrygna), fengu að launum græn merki í gegnum bakuggann enda er bannað að drepa fisk að vorlagi í Tungufljóti og þar er sömuleiðis að fara af stað rannsóknaverkefni sem vonandi verður til að varpa skýrara ljósi á þennan merkilega stofn í þessu skemmtilega vatnsfalli. Þegar við hættum veiðum á hádegi á sunnudag höfðu alls veiðst 20 sjóbirtingar í fljótinu og 19 þeirra höfðu verið merktir. Vonandi hefur verið mokveiði hjá þeim, sem tóku við af okkur, enda eru í þeim hópi menn sem kunna að fara að veiðireglum og eru lagtækir með merkibyssurnar.
Meðfylgjandi mynd tók Bjarni Júlíusson af ESE og Guðmundi Stefáni Maríassyni, formanni SVFR, með 69 sm langa hrygnu sem verið var að merkja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 20:11
Lítill þungi í Kastljósi
Mál, sem snertir marga, var tekið til umfjöllunar í Kastljósi í kvöld. Fjallað var um svokallaða magahjáveitu sem ungur maður fór í. Fram kom að viðkomandi hafði misst 37 kg af líkamsþyngd eftir aðgerðina sem mér skilst að hafi farið fram í nóvember í fyrra.
Vandinn við umfjöllunina er sá að hvergi kom fram hve þungur viðkomandi var þegar hann fór í aðgerðina né hve þyngdin var þegar viðtalið fór fram. Á það var minnst að viðkomandi hafi sennilega verið 190 kg þegar hann var hve þyngstur og sjálfur sagðist hann hafa sett stefnuna á að komast niður í 95 kg í stað 100 kg sem var markmiðið þegar farið var í aðgerðina. Umfjöllun eins og þessi er svipuð því og ef Kastljósið tæki að sér að bera saman bensín- eða dísileyðslu bíla og nefndi ekki muninn á eyðslunni ef ákveðinn aukabúnaðar til sparneytni væri settur í bílana. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kastljósið klikkar á faglegum vinnubrögðum. Útlitið virðist skipta meira máli en gæðin. Þarf að hækka laun stjórans og starfsmannanna til þess að muna eftir grundvallaratriðum í fréttamennsku?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2008 | 00:01
Sorglegt
Ekki dónaleg sýn út í Héðinsfjörð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 00:33
Barnaskapur
Ferguson: Ronaldo kom okkur til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 02:21
Omega = ÍNN?
Hef stundum gert mér til gamans að fylgjast með umræðun á hinni kistilegu sjónvarpsstöð Omega. Hef stundum haft ánægju af en nokkrum sinnum fengið óbragð í munninn þegar stöðin hefur verið notuð/misnotuð til þess að styðja óhæfuverk Ísraelsmanna fyrir botni Miðjarðarhafs gagnvart Palestínumönnum. Þá hefur verið tilkallaður einhver jólasveinn sem hefur rætt við við krossfara stöðvarinnar um það hve brýn þörf sé á því að drepa helst allra sem alla sem setja sig upp á móti gamla testamenti sömu manna.
Þetta er reyndar útúrdúr. Saknaði þess i kvöld að hafa ekki nýju sjónvarpsstöðina ÍNN við hliðina á Omega hér á skjánum í sumarbústaðnum í kvöld. Lagði það á mig að kalla allt draslið fram á nýtt og viti menn. ÍNN birtist. Mér liggur við að segja því miður. Við blasti fyrrum aðstoðarmaður fyrrum fallins borgarstjóra í viðtali við einn að þeim sem berjast um borgarstjórastól sjálstæðismanna i Reykjavíkurborg. Gagnrýnislaust viðtal að hætti Omega. Ég spurði mig þeirrar spurningar hvar Ingvi Hrafn væri. Það þarf svo sem enginn að fara í grafgötur um stjórnmálaskoðanir þess ágæta fréttahauks en hann gat þó á sínum tíma stýrt tveimur fréttastofum með bravör. Hvar er Ingvi Hrafn spurði ég? Jú, svarið kom í næsta innslagi. Ingvi Hrafn er aldrei á staðnum. Hann er í Flórída og í minni tenglum við íslenskt þjóðfélag en þegar hann er uppi við Langá á veturna. Hann hefur safnað um sig liði jábræðra sem aldrei segja honum satt í fjarveru sinni og fyrir vikið gæti farið fyrir ÍNN eins og Omega. Því miður.
Bloggar | Breytt 17.3.2008 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 12:41
Stangaveiðihandbókin í góðum félagsskap
Það vakti óskipta athygli bókmenntagagnrýnandans Kolbrúnar Bergþórsdóttur og Egils Helgasonar, þáttarstjórnanda Kiljunnar í Sjónvarpinu, þegar Páll Baldvin Baldvinsson, menningarritstjóri Fréttablaðsins, dró upp Stangaveiðihandbókina í þættinum í gærkvöldi.
Tilefnið var það að í tengslum við umfjöllun um Bókamarkaðinn í Perlunni fékk Egill þau Kolbrúnu og Pál Baldvin til að fara á bókamarkaðinn og velja fimm bækur hvort og leggja þar með nokkurt mat á það fjölbreytta úrval bóka sem þar hægt er að kaupa á hagstæðu verði. Niðurstaða Egils í lok spjallsins var sú að bókmenntasmekkur Kolbrúnar væri mun betri en Páls Baldvins og vó þar væntanlega þyngst að Stangaveiðihandbókin væri ekki nógu menningarlegt rit. Reyndar mátti skilja á Páli Baldvin að hann hefði litið svo á að hlutverk hans með ferðinni á bókamarkaðinn hefði einfaldlega verið það að gefa áhorfendum smjörþefinn af því mikla og fjölbreytta bókaúrvali sem í boði væri. Hann hafi ekki litið á þennan leik sem keppni í bókmenntasmekk. Hvað um það. Páll Baldvin var greinilega sá eini þremenninganna sem lesið hafði Stangaveiðihandbækurnar og hlý orð hans í garð ritraðarinnar glöddu þann sem þetta skrifar. Annars var bókalisti gagnrýnendanna sem hér segir:
Kolbrún:
- Bjargvætturinn í grasinu J.D. Salinger (þýðing Flosi Ólafsson)
- Margs er að minnast Kristján Albertsson
- Frú Bovary Gustave Flaubert (þýðing Pétur Gunnarsson)
- Ritsafn Benedikt Gröndal
- Karmazov bræðurnir Fjordor Dostoevsky
Páll Baldvin:
- Ritsafn Þorsteinn frá Hamri
- Ljós í ágúst William Faulkner (þýðing Rúnar Helgi Vignisson)
- Stangaveiðihandbókin Eiríkur St. Eiríksson
- Vitfirringar keisarans Jaan Kross (þýðing Hjörtur Pálsson)
- Drekaeldur Jane Johnson (barnabók)
Hægt er að horfa á þáttinn á meðfylgjandi tengli: Kiljan .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 03:14
Gott að fá blóraböggul
Þorbergur biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 23:45
Undarleg úrslit
Alex Ferguson: Stórkostleg frammistaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)