15.2.2008 | 00:40
Slegið á höndina sem fæðir þá...
Tilvistarkreppu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn virðast engin takmörk sett. Hún er komin niður fyrir hungurmörk en samt er slegið á höndina sem fæðir þá - þ.e.a.s. þegar þeir vilja taka við utanaðkomandi næringu en ekki nærast á eigin sjálfshroka.
Ég sat í kvöld og horfði á Pútín tala um lýðræði í sjónvarpsfréttum og varð hálfóglatt. Hann talaði úr sinni ,,Valhöll" þar sem ekkert lýðræði ríkir og menn fara út um bakdyrnar og þá aðallega í pokum.
Óánægja blaðamanna skiljanleg" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 23:42
Ofanbyggðarbraut og sjávarbraut
Það er út af fyrir sig gott að komin sé fram álitleg tillaga til að leysa skipulagsmál á Vatnsmýrarsvæðinu. Auðvitað fer flugvöllurinn og það eru bara kjánar sem átta sig ekki á því. Ég tel ekki dreifbýlisþingmenn með í þeim hópi því afstaða þeirra er skiljanleg. Hver vill ekki komast á þing á 5 mínútum?
Vandinn í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins er hins vegar miklu meiri en menn vilja vera láta. Þótt menn fagni nú yfir því að komin sé fram tillaga sem leysir vanda á svæði, sem afmarkast af því þar sem lítill hluti íbúanna býr, verða menn að horfa á vandamálið í heild. Fram hefur komið að í sumum tillögum vegna Vatnsmýrarsvæðisins sé gert ráð fyrir lestarsamgöngum við Keflavíkurflugvöll. Það er vel og tímabært. Miðja höfuðborgarsvæðisins er hins vegar ekki grafin í Vantsmýrinni. Hún er í Mjódd (Reykjavík) og/eða í Smáranum í Kópavogi. Skammsýni skipulagsyfirvalda hefur leitt til þess að í hinu dreifbýla höfuðborgarsvæði eru umferðarhnútar á hverjum degi eins og í nágrenni þéttbýlustu heimsborga. Hver er vandinn? Auðvitað skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu sem og ríkisvaldið (Vegagerðin). Á svæðum eins og í Reykjavík og næsta nágrenni byrja menn á að leysa skipulagsmálin í umferðinni með því að létta á hlutum. Það er hægt að gera með sjávarbrautum, sem búið er að eyðileggja í Reykjavík með ýmsum hætti, sem og ofanbyggðarbrautum. Ég bý í Mosfellsbæ og ef ég þarf að fara til Keflavíkur snemma að morgni dags þá er ég jafn lengi að fara til Hafnarfjarðar og það tekur mig að aka frá Hafnarfirði til Keflavíkur. Ég þarf m.ö.o. að þræða mig í gegnum misheppnað gatnakerfi höfuðborgarinnar til þess að komast á milli Mosfellsbæjar og Keflavíkur. Ofanbyggðarbrautir myndu leysa vanda minn og þeirra sem búa í Grafarholti, Grafarvogi, Árbæjarhverfi, Breiðholtshverfi og nýjum hverfum í Kópavogi.
Nú er eins og að borgarfulltrúar í Reykjavík hafi séð dúfu eftir að búið er að halda þeim á kafi í myrku kafi eigin skipulagsvitleysu mörg undanfarin ár. Meirihlutinn, sem tók við í upphafi kjörtímabilsins, var haldinn þeirri firru að reisa íbúðabyggð úti á Granda. Enginn hefur svarað því hvernig átti að þræða umferð þess hverfis í gegnum borgina. Mýrargata og Geirsgata í stokk leysa ekki hnútana sem myndast á leiðinni frá Granda og austur og Guð forði manni frá því að hugsa um biðröðina sem væri til baka seinni part dags. Vandinn við borgarfulltrúana í Reykjavík er m.a. sá að þeir eru allir uppteknir af því að reyna að hlaupa á eftir vinsældum. Þeir eru ákvörðunafælnir. Þeir geta ekki tekið slaginn við ríkisvaldið og sennilega er þeim öllum best líst sem viðutan. Eini maðurinn á höfuðborgarsvæðinu, sem virðist geta tekið ákvarðanir og staðið með þeim, er bæjarstjórinn í Kópavogi. Ég er ekki að mæla því bót að hann hafi farið eins og fíll í postulínsverslun í gegnum nágrannasveitarfélög, og það oftar en einu sinni, og lagt gróður í auðn (sem er mér ekki að skapi) en hann hefur haft sitt fram. Ég gef hins vegar lítið fyrir hinar dulurnar sem blakta eftir þeim vindi sem best hentar hverju sinni.
Úrslit í keppni um skipulag Vatnsmýrar kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2007 | 00:59
Jólaandinn beint í æð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 16:56
Gleðileg jól
Sæl öll og gleðileg jól.
Megi hátíðarnar vera bloggurum ánægjulegar og nýtt ár farsælt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2007 | 17:46
Nóg til hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar í Hamrahlíðinni
Það er nóg til af jólatrjám hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar í Hamrahlíðinni við Vesturlandsveginn. Þangað getur fólk mætt og sagað sín eigin jólatré eftir fyrirmælum skógræktarmanna. Sjálfur hef ég haft þann háttinn á fyrir hver jól allar götur frá því að ég flutti í Mosfellsbæinn árið 1985, utan eins árs en þá voru jólin haldin á Spáni. Árið 1985 var sömuleiðis það fyrsta sem fólki gafst kostur á að fella sín eigin tré í Hamrahlíðinni.
Gleðileg jól.
Jólatrjám fækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 01:47
Að ,,teika"
Þegar ég var lítill, eða yngri en ég er nú, þá þótti ekki par sniðugt að hanga aftan í bílum eða ,,teika" eins og það var kallað. Sú kúnst var hiðs vegar iðkuð og þegar ég var 7 eða 8 ára gamall lést einn félagi minn í umferðarslysi sem tengdist þessari stórhættulegu iðju.
Nú er öldin önnur og fullorðið fólk heldur sig innan dyra í stað þess að eltast við bílana á hálkunni, sem varla sést orðið á vetrum. Þess í stað hengir þetta fólki sig aftan í hinar og þessar fréttir á t.d. Mbl.is. Það hefur margt hvert ekkert til málanna að leggja og sumir af vinsælustu bloggurunum þurfa lítið annað að gera en að bulla eða blaðra og jafnvel bregða fyrir sig barnamáli til þess að vera með á blogghringekjunni. Það væri verðugt umhugsunarefni og jafnvel efni í úttekt fyrir blaðamenn Mbl. að kanna hve frumkvæði atkvæðamestu bloggaranna er í raun mikið. Hafa þeir í raun eitthvað til málanna að leggja eða eru þeir bara tilbúnir til að henda á lofti þá bolta sem gefnir hafa verið upp? Eins og málin horfa við mér þá eru margir af bloggurum landsins í sömu stöðu og lögfræðingar í Bandaríkjunum sem elta sjúkrabíla í von um athygli. Ég veit ekki hvorum er meiri vorkunn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2007 | 07:30
Kaffistaður gegn hvalveiðum
Það var þá mest þörfin að fá þessa keðju, sem er yfirlýstur andstæðingur hvalveiða og þar með sjálfbærrar nýtingar sjávarspendýra, til landsins. Þar að auki styður Starbucks öfgasamtök innan umhverfisgeirans með fjárframlögum.
Ég er sömu skoðunar og Eiður Guðnason sendiherra, sem hefur lýst því yfir að hann muni aldrei stíga aldrei fæti inn á Starbucksstaði. Fleiri Íslendingar mættu fylgja því fordæmi.
Ræðir við Starbucks um opnun á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 00:41
Himnatré RÚV
Ég hjó eftir því í fréttum RÚV í kvöld að sagt var að 30 metra hátt tré og tæplega einnar aldar gamalt hefði fallið yfir Langholtsveginn og lokað götunni. Átti ég bágt með að trúa þessu þar sem ég hef fylgst með metingi Hallormsstaðamanna og Sunnlendinga, m.a. í Tumakoti í Fljótshlíð, um hæsta tré landsins. Síðast þegar ég fregnaði hafði hvorki tré norðan eða sunnan heiða náð 30 metra hæð en það kann þó að hafa breyst í sumar.
Í ljósi alls þessa þótti mér merkilegt, ekki síst þar sem ég er alinn upp í Voga- og Heimahverfinu og þekki trén við Langholtsveginn frá fornu fari mæta vel, að allt í einu væri vaxin þar upp risafura. Nú kemur í ljós samkvæmt frétt Mbl.is að tréð var vart nema fimmtungur af hæð RÚV og aldurinn um helmingur þess sem ríkisútvarp allra landsmanna bar á borð fyrir þjóðina. Og ég sem hélt að Helgi Hóseasson hefði einn einkaleyfi á ,,bulli" á Langholtsveginum. Býð spenntur eftir því að RÚV flytji nánari fréttir af ,,risafurunni" sem lokaði þessari merkilegu samgönguleið í hálftíma í dag.
Stórt grenitré lét undan veðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2007 | 21:46
Ó þjóð, mín þjóð...
Enn og aftur verður maður vitni að því að vonlaus lög komast áfram í svokölluðu forvali RÚV vegna söngvakeppni Evrópu. Hvað er að fólki? Lagið, sem þótti bera af í kvöld, er samsuða af ca. 500 lögum með u.þ.b 300 flytjendum. Verst þótti mér að flytjandinn er ein af allrabestu söngkonum landsins og hennar flutningur var reyndar frábær. Málið snýst ekki um það. Í guðanna bænum hlífið okkur við 0 stiga lagi í næstu Eurovison-keppni eða líkast til forkeppni. Þangað höfum við komið okkur meðmetnaðarleysi og 199 króna skilaboðum. Reikna með að RÚV, Símanum og Vodafone sé skemmt en efast um að margir deili metnaðarleysinu með þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2007 | 21:28
Bjartari raddar er þörf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)