ESE

Hótel Saga, Bændasamtökin og Voltaire

Ég var á árshátíð Stangaveiðifélags Reykjavíkur í gærkvöldi sem haldin var í Súlnasal Hótel Sögu. Fín hátíð og góð stemmning en samt var ég með hálfgert óbragð í munni. Nýleg aðför að mannréttindum og tjáningarfrelsinu er ekki eitthvað sem maður kyngir svo auðveldlega þótt gott rauðvín og koníak sé í boði.

Ég vorkenni Bændasamtökunum og starfsfólkinu á Hótel Sögu fyrir þá dapurlegu ákvörðun sem tekin var í síðustu viku um að úthýsa erlendu fólki sem kjaftakerlingar segja að sé hugsanlega illa innrætt. Ég geri ráð fyrir því að Spaugstofan hafi farið á kostum í umfjöllun sinni um málið líkt og veislustjórinn og Borgfirðingurinn góðkunni, Gísli Einarsson, gerði á árshátíðinni. Hann hitti sennilega naglann á höfuðið þegar hann gat þess að Skoðunarlögreglan, sem hlýtur að vera í burðarliðnum, þyrfti að verða sér úti um klámhund til þess að þefa uppi illa þenkjandi ferðalanga á Keflavíkurflugvelli sem hafa í hyggju að spilla kristnum siðgildum þessarar frómu og guðhræddu þjóðar. Ég held að sama þjóð mætti hafa fræg ummæli franska heimspekingsins Voltaire í huga næst þegar móðursýkin tekur völdin. Í þeim krystallast allt þetta mál:

"I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband