26.7.2007 | 00:43
Sæsteinsugurnar?
Viðbrögð manna á blogginu við frétt Mbl.is um að einhver maður í útlöndum hafi eytt peningum sínum í vínföng á einhverjum stað, minna mig á það að á föstudaginn er ég að fara til veiða í Tungufljóti í V-Skaftafellssýslu. Þar, sem og víðar í ám í nágrenninu, varð fyrst í fyrra vart við fisktegundina sæsteinsugu. Sú er eins og þeir, sem vakta Mbl.is til þess að láta ljós sitt skína, ,,sníkill". Sæsteinsugan þrífst á sjóbirtingi á meðan hinir líma sig á fréttatré Morgunblaðsins. Munurinn er hins vegar sá að sæsteinsugan er skaðræðisgripur, sem grípur fiskinn með sogörmum og lifir á honum sníkjulífi með að sjúga úr honum blóðið, á meðan þeir sem lifa í skugga og á greinum Mbl.is eru bara að sníkja sér saklaust far á athyglishringekjunni. Með þessum pósti hef ég gerst sekur um að sníkja mér far á sömu hringekju en meira um sugurnar síðar.
![]() |
Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.