ESE

,,Útlendingurinn" á kaffistofunni

Hvernig færum við að ef útlendingar aðstoðuðu okkur ekki við að blása í þenslublöðruna? Sennilega væri lítið loft í henni. Bara hér í Mosfellsbæ, þar sem ég bý, hefur eitt stórt íbúðahverfi sprottið upp á síðustu misserum. Byggingarframkvæmdir standa yfir í tveimur til viðbótar, Leirvogstungu og Krikahverfi, og framundan er uppbygging á nýju hverfi í Helgafellslandi.

Annars hitti ég rafvirkja í gær sem sagðist vera að vinna við raflagnir í þremur blokkum í Hafnarfirði. Hann sagðist vera í þeirri undarlegu stöðu að hann væri eini ,,útlendingurinn" á kaffistofunni og sá eini sem ekkert áttaði sig á umræðum vinnufélaganna um daginn og veginn.


mbl.is Tæplega 15 þúsund útlendingar fengu úthlutað kennitölu á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband