ESE

Bjartari raddar er þörf

Það var gaman að hlýða á fyrstu þrjú lögin í forkeppni íslensku Evróvisjónsöngvakeppninnar í kvöld. Öll voru lögin góð en aðeins eitt af þeim á erindi í lokakeppnina. Það var lag Guðmundar Jónssonar en sá galli var á gjöf Njarðar að hinn ágæti söngvari, Páll Rósinkranz, er of djúpraddaður í þetta hlutverk. Hann vantar sömuleiðis kraftinn sem Eiríkur Hauksson býr yfir og sýndi í siðustu keppni. Páll getur örugglega sungið á hærri nótum en ef það gengur ekki þá held ég að menn ættu að leita til snillinga eins og Björgvins Halldórssonar. Hann myndi rúlla þessu upp. Þá vantar gott ,,gítarriff" í lagið og komi það þá er framlag Gumma sigurstranglegt - a.m.k. í íslensku forkeppninni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sammála, fannst Páll ekki góður í þessu lagi, fíla hann reyndar bara í Jet Black Joe-lögum, ekki heldur í jesúpoppi eða rólegum ballöðum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.10.2007 kl. 21:41

2 identicon

Sæl aftur.

Sannfærðist enn betur um að söngur PR passi ekki fyrir þetta lag í endurflutningi rétt áðan. Það er enginn munur á forsöngvara og kór. Þetta byggi ég reyndar bara á eigin smekk. PR er fínn söngvari en í þessu tilviki hefði hann alveg eins getað verið einn af hinum svartklæddu bakraddasöngvurum. Hver á á leiða, kórinn eða forsöngvarinn?

Eiríkur St. Eiríksson (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband