23.12.2007 | 17:46
Nóg til hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar í Hamrahlíðinni
Það er nóg til af jólatrjám hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar í Hamrahlíðinni við Vesturlandsveginn. Þangað getur fólk mætt og sagað sín eigin jólatré eftir fyrirmælum skógræktarmanna. Sjálfur hef ég haft þann háttinn á fyrir hver jól allar götur frá því að ég flutti í Mosfellsbæinn árið 1985, utan eins árs en þá voru jólin haldin á Spáni. Árið 1985 var sömuleiðis það fyrsta sem fólki gafst kostur á að fella sín eigin tré í Hamrahlíðinni.
Gleðileg jól.
Jólatrjám fækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.