ESE

Hvenær fáum við ofanbyggðarveg?

Á næstunni þarf ég að fara úr landi og aka frá heimili mínu í Mosfellsbæ til Keflavíkurflugvallar sem að mér skilst að sé á forræði Sandgerðishrepps, a.m.k. að einhverju leyti. Ferðalag þetta endurspeglar skipulagsslys eða -leysi í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.

Vandinn við þessa vegferð er sá að áður en ég kemst áfangastaðinn þá þarf ég að fara í gegnum Reykjavík, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð í það minnsta áður en ég kemst á beinu brautina sem ekki einu sinni er í boði Alcan. Reynsla mín af slíkum ferðum er sú að það taki helming heildarferðarinnar að komast til Hafnarfjarðar. Þetta segir mér aðeins eitt. Skipulag umferðarmála á höfuðborgarsvæðinu er í ólestri og það er engu líkara en að vanvitar hafi ráðið ferðinni fram að þessu. Það er búið að eyðileggja Sæbrautina og engan höfum við ofanbyggðarveginn. Afhverju á ég að þurfi að heimsækja bæjarfélög, sem ég hef engan áhuga á að koma í, á leið minni til Keflavíkurflugvallar?

Ég átta mig á því að ofanbyggðarvegur gæti þurft að liggja um viðkvæm svæði s.s. í nágrenni Elliðavatns en mér sýnist að fíllinn í bæjarstjórastólnum í Kópavogi hafi fengið skotleyfi á slíkar postulínsverlsanir að undanförnu án þess að mikilvægir hagsmunir hafi legið við. Samgöngumálin eru eitt það brýnasta sem við þurfum að takast á við í framtíðinnni. Má ég frekar biðja um fíla en vanvita til þess að ryðja brautina þannig að þessi mál komist í skikkanlegan farveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband