ESE

Gróður & garðar í Brekkukoti - Geitaskegg/jötunjurt (Aruncus dioicus)

Nu er röðin komin að geitaskeggi/jötunjurt (Aruncus dioicus) sem er einhver mín mesta uppáhaldsplanta hér í sumarbústaðarlóðinni. Ég sá þessa plöntu fyrst fyrir rúmum hálfum öðrum áratug en það var tilviljun að Björn, hinn góði garðyrkjumaður í Gróanda, gaf okkur hjónum tvær slíkar í kjölfar einhverra viðskipta sumarið 1994.

Það spillti ekki fyrir ánægju minni með geitaskeggið að hinn fjölfróði garðyrkjumaður, Hafsteinn Hafliðason, hafði tjáð mér áður að geitaskeggið væri vinsæl í limgerði á snjóþungum stöðum s.s. Ólafsfirði. Þar sem geitaskeggið risi alltaf úr öskustónni frá rót á hverju vori þá væri þessi planta hentugri en t.d. birki eða víðir sem brotnaði undan snjóþunganum á hverjum vetri.

Síðar. þegar ég var í fræklúbbi Blómavals, ræktaði ég upp tugi af geitaskeggjum upp af fræi sem ég held að hafi verið frá Kamsjakta. Gallinn við þær plöntur er hins vegar sá að þær halda ekki blómunum nema í viku eða tíu daga á meðan gamla og góða geitaskeggið hans Björns gleður augum í hátt í mánuð á hverju ári. Hvað um það. Ég elska þær ekkert síður.

Um geitaskeggið/jötunjurtina segir á vef Lystigarðsins á Akureyri: Ljósgult geitaskeggið með fínlegum blómum fer vel við dökkan bakgrunn20080626_IMG_0041 og er sérlega fallegt í hálfskugga með burknum, skrautgrösum og sígrænum gróðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband