ESE

,,Gameplan" gegn ráðleysi í efnahagsmálum

Það var ótrúlegt að fylgjast með stórkostlegum móttökum þjóðarinnar þegar hetjurnar okkar frá Bejing sneru heim eftir ótrúlegan árangur. Móttökuathöfnin verðskuldar gull. Aðeins eitt setti blett á samkomuna, að mínu mati. Á pall stigu ráðherrar úr ráðlausri ríkisstjórn og nýr borgarstjóri sem rúinn er trausti.

Ekki vil ég gera lítið úr þeim góða vilja sem ráðamenn þjóðarinnar hafa sýnt íslenska landsliðinu í handbolta. Þar hafa farið fremst í flokki forseti Íslands, sem líkt og fyrr vex enn í starfi, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra mennta- og íþróttamála. Hennar ágæti eiginmaður er reyndar formaður landsliðsnefndar HSÍ þannig að sá stuðningur þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart.

Ég hjó eftir því í útsendingunni frá því í dag að viðmælendur fréttastofu Sjónvarps þeir Halldór Halldórsson og Guðmundur Andri Thorsson voru sammála um að sennilega væri best að landsliðshópurinn tæki við stjórn landsins. Það er nokkuð til í þessu. Verðbólgan er 14,5% og allt í kaldakoli í efnahagsstjórninni. Heimili landsins eru á leiðinni á uppboð þökk sé bönkum landsins sem í ljósi aumingjalegrar efnahagsstjórnar fengu hreðjatök á þeim sem tóku íbúðalán í upplausnarástandinu. Það er ekki nema von að almúginn fagni brauðmolunum sem hent er til þeirra nú þegar allt er að fara til andskotans. Innst inni vita menn að þeir fá ekki kökur. Það liggur við að ég skammi forsetann fyrir að taka þátt í að skera ríkisstjórnina niður úr þeirri snöru sem hún er búin að hengja sig í. Til þess að forða öllum misskilningi þá tók ég þátt í því að þessi ráðlausa ríkisstjórn komst til valda. Ég geri ekki sömu mistökin tvisvar.


mbl.is Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

"Ég geri ekki sömu mistökin tvisvar." Gott að vita. Þessi ríkisstjórn er með allt á hælunum. Er ekki kominn tími til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og halda Framsókn í fríi? Verst að þá er ekkert eftir. íslenskir stjórnmálamenn virðast ekki vera starfinu vaxnir. Spurning með að gera það sama á Alþingi og byggingageirinn hefur gert, flytja inn vinnuafl.

Villi Asgeirsson, 28.8.2008 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband