ESE

Á íslensku?

Var að horfa á Ingva Hrafn spjalla við þingmennina Ármann Kr. Ólafsson og Jón Gunnarsson og Óla Björn Kárason á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Athyglisvert spjall en eitt vakti þó sérstaka athygli mína.

Þátttakendur í spjallinu ræddu m.a. um það virðingarleysi sem hlutafélög á markaði sýndu hluthöfum með því að birta aðeins ársuppgjör á ensku. Ég er sammála þeirri gagnrýni. Hins vegar virðist Ármann hafa gleymt því að sjávarútvegsráðuneytið stóð sig ekki miklu betur en hlutafélögin á þeim tíma sem hann var aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Upplýsingagjöfin var í molum en steininn tók úr þegar ráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu á færeysku í framhaldi af fundi sem Einar K. átti með starfsbróður sínum í Færeyjum. Ef það var ekki metnaðarleysi og virðingarleysi, þá hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband