ESE

Afbragðs söguskýring fyrir illa lesna

Ég á bágt með að skilja þá hrifningu sem menn hafa sýnt Ofsa, nýjustu skáldsögu Einars Kárasonar. Ekki það að bókin sé slæm eða illa skrifuð, langt því. Þetta er góð saga en tæplega mikill skáldskapur.

Ég hef verið að velta þessu fyrir mér frá því að ég las bókina á dögunum. Einar Kárason er trúlega einhver mesti sagnamaður í hópi íslenskra rithöfunda en er hann skáld? Fram að þessu hefur honum látið best að vinna úr sögum annarra og það með afbragðs árangri. Enn er því beðið eftir fullburða verki sem orðið hefur til í huga sagnamannsins. Um Ofsa dettur mér helst í hug að segja að bókin sé afbragðs söguskýring fyrir illa lesna. Um túlkunina má hins vegar að sjálfsögðu deila.


mbl.is Einar og Þorvaldur fengu bókmenntaverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband