ESE

Gróšur & garšar ķ Brekkukoti – Heggur (prunus padus)

Žaš er undarlegt en satt en mér žykir vęnna um tré og żmiss konar gróšur en marga menn sem ég hef hitt į lķfsleišinni. Ekki misskilja mig. Yfirleitt kann ég vel viš fólk. Sumt elska ég og fyrir öšru ber ég viršingu. Einfaldleikinn er hins vegar bestur. Fįtt er einfaldara en gróšurinn en hann er samt sem įšur įkaflega margbrotinn. Sennilega er žaš rétt, sem sumir halda fram, aš gott sé aš fašma tré. Hef ekki reynt žaš ennžį en ég held aš žeim, sem elskaš geta tré, sé ekki alls varnaš ķ lķfinu. Hiš sama į viš žį sem eru dżravinir.

Upphaf žessarar hugleišingar er žaš aš ég hef veriš hér ķ sumarbśstašnum mķnum sķšustu dagana og horft į gróskuna. Į undanförnum 14 įrum höfum viš hjónin plantaš ótölulegum fjölda plantna ķ skikann okkar ķ Kjósinni. Žar, sem landiš er lķtiš, lį strax ljóst fyrir aš ekki yrši rįšist ķ skógrękt, heldur var einbošiš aš safna sem flestum tegundum eša yrkjum. Framan af vorum viš eins og śtspżtt hundskinn viš aš elta uppi hinar ólķkustu plöntur og varla leiš sś vika aš ekki vęru heimsóttar tvęr gróšrarstöšvar eša žrjįr ķ viku hverri. Ekki bara į höfušborgarsvęšinu heldur um land allt. Žegar viš töldum okkur hafa fullplantaš ķ landiš voru ,,sortirnar“ oršnar vel į annaš hundraš talsins og žį undanskil ég allt annaš en tré og runna. Žetta hefur veriš einstaklega gefandi įhugamįl, barįtta, sorgir og sigrar. Ég įttaši mig ekki almennilega į žessu fyrr en ég gęr žegar ég tók eftir žvķ aš 12 įra gamalt fjallagullregn variš fariš aš blómstra ķ fyrsta skipti. Ég tók aš fletta ķ dagbókinni og viš žaš rifjašist upp żmislegt sem ég var bśinn aš gleyma. Žaš varš til žess aš mér datt ķ hug aš leyfa fleirum aš kynnast vinum mķnum ķ Kjósinni. Ég ętla aš byrja į heggnum mķnum (prunus padus) sem ég keypti hjį Birni ķ Gróanda, einhverjum mesta ręktunarmanni landsins, fyrir rśmum 13 įrum. Björn er vel aš merkja karlinn ķ auglżsingunni sem fjallar um hin haršgeršu ķslensku sumarblóm. Heimsękiš hann ķ ręktunarstöšina ķ Mosfellsdalnum, rétt innan viš Gljśfrastein. Björn er reyndar seintekinn og sennilega ekki allra en žiš veršiš ekki svikin af framleišslu hans.

7. jśnķ 1995: Komum um kl. 15 meš birkitréš hans Villa, runnamuru (goldstar) og fagursżrenu “elinor“ aš heiman. Einnig 10 koparreynitré, fjallafuru, vonarkvist, hegg og sunnubrodd frį Gróanda. Vonarkvisturinn og sunnubroddurinn fóru ķ röšina nišur meš hśsinu. Nešst į horniš fór fagursżrenan, heggurinn ķ röšina meš geitaskegginu, lerkinu, reyniblöškunni og yllinum. Fjallafuran var gróšursett fyrir nešan steinabeš aš ofan og koparreynirinn ķ limgeršiš aš nešan.“

Heggur (prunus padus) er af rósaętt og fręšast mį um žetta merkilega tré ķ żmsum įgętum bókum, s.s. Tré og runnar į Ķslandi eftir Įsgeir Svanbergsson. Sjį einnig Heggur ķ Brekkukoti. Fram kemur aš heggur geti oršiš 10-15 m hįtt tré en hérlendis geti hann oršiš 6-8 m hįr. Heggurinn er haršger og getur m.a.s. žrifist ķ grżttri jörš. Heggurinn minn, sem reyndar er ekki nema rśmlega tveggja metra hįr, var gróšursettur ķ skrišu SV viš bśstašinn og fyrir nokkrum įrum fór hann aš bera blóm, mér til mikillar įnęgju. Fķngerš, hvķt blómin duga varla lengur en ķ hįlfan mįnuš en žetta tré er sannkölluš garšaprżši.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband