ESE

Mikið var

Íslendingar hafa lengi barist fyrir því að veiðum á úthafskarfa (djúpkarfa) sé stjórnað með tilliti til þess að um fleiri en einn stofn sé að ræða. Það var því vonum seinna að fallist hafi verið á sjónarmið okkar í þessu máli.

Allt, sem kemur fram í frétt Mbl.is, er í samræmi við sjónarmiðin sem Íslendingar hafa haldið fram í örugglega áratug. 500 metra dýpislínan hefur jafnan verið notuð til viðmiðunar. Því hefur sömuleiðis verið haldið fram af íslenskum fiskifræðingum að djúpkarfinn neðan við 500 metra mörkin sé af tveimur aðskildum stofnum. Fyrir vikið hafa menn ekki verið kátir með það að erlend skip hafi legið á 200 mílna lögsögumörkunum og hugsanlega verið að veiða íslenskan djúpkarfa.


mbl.is Þrír aðskildir stofnar djúpkarfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband