13.2.2009 | 17:47
Verkefni fyrir búsáhaldabyltinguna
Það væri verðugt verkefni fyrir Hörð Torfason og Raddir fólksins að tromma á næstu vikum fyrir utan Bandaríkjanna, Finnlands, Bretlands, Þýskalands, Svíþjóðar, Frakklands og Hollands og kyrja ,,vanhæfir sendiherrar, vænhæfar þjóðir".
Í stuttu máli sagt þá á búáhaldabyltingin að tromma þetta lið úr landi. Það er ekki hlutverk sendiherra að hlutast til um innanríkismál og þá sjálfsögðu stefnu að Íslendingar nýti náttúruauðlindir sínar á sjálfbæran hátt. Hvað vill þetta lið upp á dekk? Flestir með allt niður um sig. Svíar að hefja raforkuvinnslu í kjarnorkuverum á nýjan leik og ekki er ástandið betra í umhverfismálunum betra hjá hinum þjóðunum.
Sendiherrar mótmæla hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2009 | 18:25
Hnípin ,,bændaþjóð" í vanda
Gaman væri ef Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skýrði út þá hættu sem stafar af því að hundar fari í kvikmyndahús. Reyndar finnst mér að hundar eigi lítið erindi á slíka samkomustaði en öðru máli gegnir um margt annað.
Ef ég man rétt þá mega hundar ekki vera á Laugaveginum eða í Austurstræti og á fjölmörgum öðrum stöðum í borginni. Hvers vegna? Við því er engin einhlýt skýring. Af því bara virðist duga. Hundar eru í fæstum tilvikum vandamál. Hundaeigendur geta hins vegar verið stórkostlegt vandamál. Á meðan ,,borgarmenningin" felst í því að stinga höfðinu í sandinn þá mun lítt þoka í rétta átt. Sannleikurinn er sá að í þessu landi býr of mikið af veruleikafirrtu fólki sem hefur misst flest tengsl við uppruna sinn. Fólk sem er haldið ofnæmi og alls konar óþoli vegna þess að það kann ekki lengur að umgangast dýr. Það hefur tekið of skamman tíma að komast úr moldarkofunum í dauðhreinsaðar íbúðir. Börn mega ekki lengur leika sér í drullupollum og guð forði þeim frá því að strjúka hundum eða köttum. Er nema von að illa sé komið fyrir gamalli bændaþjóð sem búið er að sótthreinsa og útvatna þannig að öll gömlu gildin eru sem óðast að hverfa.
Vel að merkja þá er ég ekki að mæla bót þeim sóðaskap sem fylgir hundahaldi í mörgum af helstu stórborgum Evrópu svo dæmi séu nefnd. Reykjavík er fráleitt stórborg en fyrst fannst mér þó steininn taka úr þegar um það var rætt í alvöru að banna hundahald á Tálknafirði og gott ef ekki Ísafirði líka. Ég batt nefnilega vonir við að fólk á þeim stöðum væri ekki orðið eins veruleikafirrt og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Sennilega er það rangt mat enda flestir í þessum byggðarlögum með hugann fyrir sunnan.
Hundarnir máttu ekki koma í bíó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2009 | 23:57
Rétt ákvörðun en röng tímasetning
Ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Einars K. Guðfinssonar, um að gefa út hvalveiðikvóta tveimur dögum áður en hann lét af störfum, er rétt en um tímasetninguna má hins vegar deila.
Sumir lesa þannig í spilin að Einar K. hafi verið að henda ofurheitri kartöflu í hendur nýrrar ríkisstjórnar. Vel má vera að það sé rétt. Ekki þarf að draga vilja fyrrverandi ráðherra á að stundaðar séu hvalveiðar en spyrja má hvort hann hafi fyrst fengið kjarkinn til að taka þessa ágætu ákvörðun þegar hann var að rýma til á skrifstofu sinni. Bent hefur verið á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi dregið lappirnar í mörgum málum frá bankahruninu og fram til þess tíma sem ríkisstjórnin féll. Vafalaust hefur sú ákvörðunarfælni smitað sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi sem trúlega reyndi að ganga í takti með flokknum. Hann hefði hins vegar verið maður að meiri ef hann hefði gefið út tilskipun sína löngu fyrr. Það var ekki eftir neinu að bíða.
Á sama hátt er það ámælisvert fyrir nýjan sjávarútvegsráðherra og nýja ríkisstjórn ef hann og hún ætla að verja tíma sínum í að koma í veg fyrir stefnumál sem 80% þjóðarinnar styðja.
Hárrétt ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 17:48
Afbragðs söguskýring fyrir illa lesna
Ég á bágt með að skilja þá hrifningu sem menn hafa sýnt Ofsa, nýjustu skáldsögu Einars Kárasonar. Ekki það að bókin sé slæm eða illa skrifuð, langt því. Þetta er góð saga en tæplega mikill skáldskapur.
Ég hef verið að velta þessu fyrir mér frá því að ég las bókina á dögunum. Einar Kárason er trúlega einhver mesti sagnamaður í hópi íslenskra rithöfunda en er hann skáld? Fram að þessu hefur honum látið best að vinna úr sögum annarra og það með afbragðs árangri. Enn er því beðið eftir fullburða verki sem orðið hefur til í huga sagnamannsins. Um Ofsa dettur mér helst í hug að segja að bókin sé afbragðs söguskýring fyrir illa lesna. Um túlkunina má hins vegar að sjálfsögðu deila.
Einar og Þorvaldur fengu bókmenntaverðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 02:30
Kemst þetta til skila?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.1.2009 | 20:08
Sumt má blogga um en annað ekki
Rak augun í það í fréttinni um drenginn sem gripinn var með hlaðna skammbyssu (marghleypu) á Mbl.is að ekki var gefinn kostur á bloggfærslum. Vel má vera að það sé gert af tillitssemi við drenginn eða fjölskyldu hans en ég hygg að 90% af þeim, sem eitthvað vita um skotvopn eða hafa handleikið þau, hafi áttað sig á því að eigandi byssunnar var úr röðum lögreglumanna.
Að undanförnu virðist sú tilhneiging hafa farið vaxandi að stjórnendur á blogginu á Mbl.is vilji ráða því hvað má fjalla um því víst er að ekki ráða þeir við skoðanir bloggverja. Verði framhald á þessu þá er vettvangurinn dauðadæmdur. Sjálfur á ég margskota haglabyssu en verð að sæta þeim takmörkunum að í henni sé ekki rými nema fyrir þrjú skot í einu og þar af er eitt í skothólfi. Því vekur það furðu mína, ef satt reynist, að veitt séu leyfi fyrir margskota skambyssum. Hver er skýringin og hver ber ábyrgðina? Gaman væri að fá að vita hve byssan, sem um er rætt, rúmaði mörg skot og hve marga hefði verið hægt að drepa ef illur ásetningur hefði verið fyrir hendi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2008 | 17:45
Ef myndin er eins góð og bókin...
Hundamynd vinsælust vestanhafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 22:25
Licence to kill
Það hefur verið athyglisvert að hlýða á þjóðarsálina undanfarna daga. Hún virðist því miður ekki vera í neinum takti við þá sem ráða ríkjum og eru kjörnir til að hafa vit fyrir okkur.
Almannarómur segir að nóg sé komið vegna þess að fjölskyldur og fyrirtæki séu að fara á hausinn. Ekki má afnema verðtengingu, mesta böl fjölskyldna í landinu, vegna þess að þá tapi lífeyrissjóðirnir, sem í mismiklum mæli hafa gætt hagsmuna umbjóðenda sinna, svo miklu. Upp er kominn vítahringur. Bönkunum var gefið skotleyfi á almenning með stuðningi stjórnvalda. Lífeyrissjóðir bakka það upp og nú virðist stefnan vera sú að skotleyfið hafi breyst í ,,licence to kill". Er von nema að einhverjir telji sig knúna til að skjóta á móti?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 18:29
Drekka þeir of mikið af brennivíni?
Íslenskt brennivín lækkar í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2008 | 22:38
Er ekki rétt að taka til varna fyrir Geir?
Ég velti því fyrir mér í alvöru hvort mótmælin gegn ríkisstjórninni séu farin að jaðra við lýðskrum. Ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir þau mistök sem ráðherrarnir kunna að hafa gert í aðdraganda bankahrunsins en það er samt afskaplega billegt að stilla þeim upp sem skotspónum á sviði Háskólabíós og láta skammirnar dynja á þeim. Það er ekki íslenska aðferðin.
Nú má vel vera að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands séu ábyrgir fyrir hinu og þessu í kjölfari þeirra hörmunga sem dunið hafa yfir þjóðina. Úr þessu þá held ég að mál séu komin í þann farveg að enginn geti vænst ,,hvítþvottar". Verði það niðurstaðan þá er full ástæða til að velta mönnum upp úr tjöru og fiðri en fyrr ekki.
Ég verð að segja eins og er að mér finnst Geir H. Haarde hafa komist vel frá því að skýra hina erfiðu stöðu. Enginn af hans forverum í starfinu hefði gert betur. Ekki er ég í Sjálfstæðisflokknum og mér gæti ekki staðið meira á sama um útkomu þess flokks í þingkosningum en ég kaupi rök Geirs um það að það sé bull að fara í kosningar í febrúar. Apríl eða maí hugsnast mér betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)